Eru fjölmiðlar vísvitandi að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar? Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 10. maí 2024 09:30 Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Nú sjáum við fréttir af ýmsum forsetaframbjóðendum en það sem ég hef tekið eftir er að fjölmiðlar sniðganga Jón Gnarr Forsetaframbjóðanda. Er ákveðið fólk hrætt við að Jón verði forseti Íslands og sniðganga hann í fjölmiðlum? Fólk í samfélaginu segir að það yrði hræðilegt ef stjórnmálamaður/kona yrði forseti. Sá aðili hefði beina tengingu við vini sína á alþingi og alvarlegar ákvarðanatökur sem gætu komið upp með sitjandi forseta gætu ekki verið teknar af heilindum eða embættið misnotað á einhvern hátt. Og það er bara ein ástæða. Finnst ykkur sem þetta lesið, framboð Katrínar Jakobsdóttur eðlilegt? Ég meina sitjandi forsætisráðherra stendur upp úr stól sínum skellir í lás, segir upp starfi sínu, kveður Alþingi og býður sig fram til Forseta íslands? Og Bjarni Ben tekur við af henni? Finnst ykkur þetta ábyrg hegðun af sitjandi forsætisráðherra að gera? Finnst ykkur þessi hegðun og hugsunarháttur endurspegla góðan forseta? Og snýst þetta um METORÐAGIRND í stað heilinda gagnvart land og þjóð? Gagnvart Íslensku þjóðinni? Jón Gnarr er ekki spilltur af pólitík eins og sumir forsetaframbjóðendur eða hefur neinn feril af sviknum loforðum gagnvart þjóðinni eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir gegn eldri borgurum og öryrkjum svo eitthvað sé nefnt. Hann er ekki heldur að bjóða sig fram í eigin þágu af einhverskonar metorðagirnd. Hann er að gera það til þjóna þjóðinni. Hann er fæddur leiðtogi og hefur mikla hæfni til mannlegra samskipta eins og hann sýndi og sannaði þegar hann stofnaði „Besta flokkinn“ og sigraði kosningarnar á þeim tíma og varð borgarstjóri Reykjavíkur og breytti á ákveðinn hátt landslaginu í íslenskri pólitík sem var orðið frekar svart. Hann gerði þetta fyrir Íslendinga en ekki sjálfan sig. Og nú finnst mér vera komin upp sama staða í þjóðfélaginu. Jón Gnarr er einlægur, greindur, með djúpt innsæi, hann er traustvekjandi og hefur hæfileikann til að taka erfiðar ákvarðanir þegar þarf. Við þurfum svoleiðis forseta á þessum tímum. Jón er með góða nærveru og ímynd sem er mikilvægt þegar kemur að því að kynna land og þjóð og hitta aðra þjóðarleiðtoga í heiminum. Hann er kærleiksríkur, friðarsinni og sannur og maður orða sinna Hann er með mikla félagslega hæfni og reynslu til góðra samskipta. Hann kemur vel fram út á við, er virðulegur og meira af öllum frambjóðendum er hann ,,einn af þjóðinni sem við getum tengt sterkt við á persónulegan hátt vegna hans ferils í lífinu." Jón Gnarr er maður fólksins og það er enginn yfirborðsmennska í honum eða ósannindi. Hann kemur fram eins og hann er klæddur og hefur alltaf gert. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr sem næsta Forseta Íslands. Því hann er hæfastur í starfið og er sönn fyrirmynd.” Ef stjórnmálamaður, eins og fyrrverandi forsetisráðherra yrði kosin sem Forseti Íslands em hljóp úr næst stærsta embætti Íslands fyrir nokkrum dögum, því hún vildi ná á toppinn á ferli sínum með því að gerast forseti þá yrði það hræðilegt fyrir land og þjóð og ég vona að allir átti sig á því. Eins með alla aðra. Jón kom að stjórnmálum fyrir 10 árum en ekki 10 dögum eins og til að mynda Katrín Jakobsdóttir. Og það er stór munur á þeim sem pólitísku afli. Jón hefur aldrei setið á alþingi og hvað þá verið forsetisráðherra. Ég vona að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að það sé rétt ákvörðun að kjósa Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands því hann er hlutlaus og vill virkilega vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfan sig. Hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir tveimur dögum. Höfundur er podcast stjórnandi og andlegur leiðbeinandi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar