Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nálgast Alþjóðlegi safnadagurinn óðfluga, en hann er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er deginum valið nýtt þema, þar sem athygli er dregin að afmörkuðum þætti safnastarfs eða ólíkum hlutverkum safna. Þetta árið er þemað Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, en hvoru tveggja eru stórir og mikilvægir þættir í safnastarfi. Söfn og rannsóknir Stór hluti safnastarfs er ósýnilegur og það má að vissu leyti segja að rannsóknir falli þar undir. Við sjáum þó afrakstur þessara rannsókna víða, en sýningar safna byggja gjarnan á mikilli rannsóknarvinnu. Það sama gildir um ákveðna viðburði og miðlun, útgáfu og heilmiklar rannsóknir fara fram í tengslum við skráningu á munum og myndum. Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem söfn setja fram byggi á traustum grunni, í heimi þar sem dynja sífellt á okkur meiri upplýsingar og fleiri falsfréttir. Samfélagsmiðlar og gervigreind hafa sífellt aukin áhrif og við verðum að geta treyst því sem fram kemur á söfnum. Það er líka mikilvægt að stunda rannsóknir á safnkostinum og skoða fortíðina með nýjum augum og frá nýjum sjónarhornum. Söfn eru að auki mikilvægir samstarfsaðilar rannsakenda og á söfnum má miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt til ólíkra hópa samfélagsins. Söfn hafa því mikla ábyrgð þegar kemur að framsetningu og miðlun upplýsinga. Söfn í þágu fræðslu Eitt meginhlutverk safna er að fræða, bæði með markvissu og öflugu fræðslustarfi þar sem söfn á Íslandi taka til dæmis á móti skólahópum og vinna með menntastofnunum. Þegar ég fer erlendis reyni ég líka gjarnan að heimsækja söfn til að læra meira um það land sem ég er að heimsækja, list, náttúru og menningu. Það sama á við um erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland. Söfn kenna okkur líka ýmislegt um samfélagið okkar, söguna, listina, umhverfið og okkur sjálf. Það er dýrmætt. Þau gera það á áhugaverðan og skapandi hátt, vekja forvitni, auka víðsýni og efla sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Mikilvægi safna Söfn eru gríðarlega mikilvægar rannsókna- og fræðslustofnanir um heim allan. Þau skapa nýja þekkingu sem byggir á traustum heimildum og ígrunduðum rannsóknum og miðla til ólíkra hópa. Söfn eru stofnanir sem við treystum og þess vegna er mikilvægt að styðja og efla við rannsóknir á söfnum. Ég hvet öll til að heimsækja söfn á Alþjóðlega safnadaginn og þori að lofa að þið lærið eitthvað nýtt, áhugavert eða spennandi!
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun