Ríkisstjórn þurfi að gera meira í þágu vopnahlés Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 19:02 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra verði falið að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið í Palestínu og kalla eftir vopnahléi á svæðinu. Auk þessa er lagt til að Alþingi álykti að forsætis- og utanríkisráðherra beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð, að Hamas samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa-ströndinni verði aukin. Ástandið á Gasa heldur áfram að versna. Greint var frá því í dag að Ísraelsmenn hafi látið til skarar skríða í landamæraborginni Rafah, sem er sú eina sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. „Flutningsmenn tillögu þessarar telja að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnin þurfi að leggja enn meira af mörkum til að reyna að stuðla að vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð á Gaza-ströndinni,“ segir í tillögunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan: „Í fyrsta lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma hvers konar mannréttindabrot sem hafi verið framin. Má þar nefna árásir sem er ekki beint að hernaðarlegum skotmörkum og aðgerðir sem fela í sér hóprefsingu almennra borgara. Í öðru lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga. Enn einar viðræður um vopnahlé runnu nýlega út í sandinn þegar Ísrael hafnaði sáttatillögu milligönguaðila frá Katar og Egyptalandi og hélt áfram fyrirætlunum sínum um árásir á Rafah-borg. Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu gegnir lykilhlutverki í því að fá stríðandi fylkingar til að fallast á vopnahlé. Í þriðja lagi er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra og utanríkisráðherra að beita sér fyrir aukinni mannúðaraðstoð á svæðinu, bæði með auknum stuðningi frá Íslandi og með því að greiða fyrir frekari stuðningi á grundvelli alþjóðasamstarfs, og sömuleiðis að þeir beiti sér fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð og að Hamas-samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða. „Flutningsmenn telja mjög mikilvægt að Ísland standi staðfastlega með almennum borgurum í Ísrael og Palestínu. Í því ljósi eru árásir og morð á almennum borgurum fordæmd og mikilvægi þess að framfylgja alþjóðalögum og mannréttindum undirstrikað. Ísland á að gangast fyrir því á alþjóðavettvangi að lausn verði fundin á yfirstandandi átökum á þessu svæði sem byggist á tveimur sjálfstæðum ríkjum Ísraels og Palestínu.“ Viðreisn Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Auk þessa er lagt til að Alþingi álykti að forsætis- og utanríkisráðherra beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð, að Hamas samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa-ströndinni verði aukin. Ástandið á Gasa heldur áfram að versna. Greint var frá því í dag að Ísraelsmenn hafi látið til skarar skríða í landamæraborginni Rafah, sem er sú eina sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. „Flutningsmenn tillögu þessarar telja að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnin þurfi að leggja enn meira af mörkum til að reyna að stuðla að vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð á Gaza-ströndinni,“ segir í tillögunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan: „Í fyrsta lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma hvers konar mannréttindabrot sem hafi verið framin. Má þar nefna árásir sem er ekki beint að hernaðarlegum skotmörkum og aðgerðir sem fela í sér hóprefsingu almennra borgara. Í öðru lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga. Enn einar viðræður um vopnahlé runnu nýlega út í sandinn þegar Ísrael hafnaði sáttatillögu milligönguaðila frá Katar og Egyptalandi og hélt áfram fyrirætlunum sínum um árásir á Rafah-borg. Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu gegnir lykilhlutverki í því að fá stríðandi fylkingar til að fallast á vopnahlé. Í þriðja lagi er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra og utanríkisráðherra að beita sér fyrir aukinni mannúðaraðstoð á svæðinu, bæði með auknum stuðningi frá Íslandi og með því að greiða fyrir frekari stuðningi á grundvelli alþjóðasamstarfs, og sömuleiðis að þeir beiti sér fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð og að Hamas-samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða. „Flutningsmenn telja mjög mikilvægt að Ísland standi staðfastlega með almennum borgurum í Ísrael og Palestínu. Í því ljósi eru árásir og morð á almennum borgurum fordæmd og mikilvægi þess að framfylgja alþjóðalögum og mannréttindum undirstrikað. Ísland á að gangast fyrir því á alþjóðavettvangi að lausn verði fundin á yfirstandandi átökum á þessu svæði sem byggist á tveimur sjálfstæðum ríkjum Ísraels og Palestínu.“
Viðreisn Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira