Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 86-79 | Einvígið á leið í oddaleik Andri Már Eggertsson skrifar 9. maí 2024 17:30 Stjarnan vann óvæntan sigur gegn Keflavík Vísir/Vilhelm Stjarnan og Keflavík mættust í fjórða sinn í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflavík gat með sigri sent Stjörnuna í sumarfrí en ólseigar Stjörnustúlkur neituðu að gefast upp. Heimakonur sýndu stáltaugar í lokin, settu niður nokkur víti og spiluðu góða vörn á Keflvíkinga og einvígið á leið í oddaleik í Keflavík. Heimakonur úr Garðabænum voru ekki bara mættar til að taka þátt heldur voru þær mættar til að knýja fram oddaleik. Katarzyna Trzeciak setti tóninn með því að byrja á að setja niður þrist og kveikti í sínum stuðningsmönnum. Denia Davis-Stewart fór á kostum í fyrsta leikhluta þar sem hún barðist fyrir hverjum einasta bolta sem smitaðist út í liðið. Denia tók sjö fráköst í fyrsta leikhluta og gerði 9 stig. Samanlagt gerði hún og Katarzyna 20 af 30 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta. Eftir fyrsta leikhluta var Keflavík ellefu stigum undir en gestirnir bitu frá sér. Keflavík spilaði töluvert betri vörn og fór að taka töluvert fleiri fráköst. Gestirnir unnu annan leikhluta með ellefu stigum og staðan var jöfn í hálfleik 42-42. Stjarnan var sterkari í þriðja leikhluta. Heimakonur náðu laglegu áhlaupi þar sem þær gerðu sjö stig í röð og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að bregðast við með því að taka leikhlé. Stjarnan var þremur stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu 65-62. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Bæði lið tóku stutt áhlaup og þegar að tvær mínútur voru eftir var Stjarnan fimm stigum yfir 80-75. Keflavík tókst ekki að koma til baka og Stjarnan vann að lokum 86-79. Atvik leiksins Undir lokin fékk Keflavík þrjú tækifæri til þess að koma boltanum ofan í þegar að liðið var þremur stigum undir. Það gekk ekki og Katarzyna Trzeciak kláraði leikinn í næstu sókn Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Denia Davis-Stewart og Katarzyna Trzeciak fóru á kostum í liði Stjörnunnar í dag. Denia gerði 24 stig og tók 18 fráköst og Katarzyna gerði 25 stig. Með Birnu Benónýsdóttur inn á vellinum tapaði Keflavík með tólf stigum en hún spilaði tæplega 22 mínútur. Dómararnir Dómarar leiksins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Þeir stóðu sig mjög vel og þurftu nokkru sinnum að kíkja í skjáinn og voru með allt á hreinu þar. Fá 8 í einkunn. Umgjörð og stemning Það var nokkuð góð mæting á leikinn og þétt setið á pöllunum öðru megin. Stuðningsmenn Stjörnunnar létu vel í sér heyra og trommuðu mikið sem var skemmtilegt. Það ætlaði síðan allt um koll að keyra þegar að sigur Stjörnunnar var í höfn. „Fáum við annað tækifæri til þess að vinna í Keflavík en það hefur gengið illa hingað til“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunniVísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn gegn Keflavík. „Barátta og dugnaður var það sem skilaði þessu. Nú fáum við annað tækifæri til þess að vinna í Keflavík en það hefur gengið illa hingað til,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Arnar var afar ánægður með sigurinn en var ekki klár á því hvað hans lið gerði sem varð til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ég átta mig ekki alveg á því og strax eftir leik er ég ekki alveg viss. Mér fannst við byrja vel eins og við höfum gert allt einvígið. Mér fannst Denia Davis-Stewart gera vel í að setja sig ekki í villuvandræði þar sem hún var með þrjár villur í fyrri hálfleik og hefði hún fengið fjórðu villuna snemma hefði þetta verið þungt.“ „Við erum að spila við stórkostlegt lið. Þetta er frábærlega mannað lið og þær eru vel þjálfaðar.“ Arnar var afar ánægður með að hans stelpur hafi staðist pressuna og tekist að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Kolbrún María setti stór víti ofan í og við fengum stopp varnarlega. Þetta er rosalega erfitt og þetta er ekki smávegis lið sem við erum að keppa við og mér finnst þær alltaf vera að fara skora á okkur í hverri einustu sókn. Þetta var svolítið taugatrekkjandi,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan
Stjarnan og Keflavík mættust í fjórða sinn í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflavík gat með sigri sent Stjörnuna í sumarfrí en ólseigar Stjörnustúlkur neituðu að gefast upp. Heimakonur sýndu stáltaugar í lokin, settu niður nokkur víti og spiluðu góða vörn á Keflvíkinga og einvígið á leið í oddaleik í Keflavík. Heimakonur úr Garðabænum voru ekki bara mættar til að taka þátt heldur voru þær mættar til að knýja fram oddaleik. Katarzyna Trzeciak setti tóninn með því að byrja á að setja niður þrist og kveikti í sínum stuðningsmönnum. Denia Davis-Stewart fór á kostum í fyrsta leikhluta þar sem hún barðist fyrir hverjum einasta bolta sem smitaðist út í liðið. Denia tók sjö fráköst í fyrsta leikhluta og gerði 9 stig. Samanlagt gerði hún og Katarzyna 20 af 30 stigum Stjörnunnar í fyrsta leikhluta. Eftir fyrsta leikhluta var Keflavík ellefu stigum undir en gestirnir bitu frá sér. Keflavík spilaði töluvert betri vörn og fór að taka töluvert fleiri fráköst. Gestirnir unnu annan leikhluta með ellefu stigum og staðan var jöfn í hálfleik 42-42. Stjarnan var sterkari í þriðja leikhluta. Heimakonur náðu laglegu áhlaupi þar sem þær gerðu sjö stig í röð og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að bregðast við með því að taka leikhlé. Stjarnan var þremur stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu 65-62. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Bæði lið tóku stutt áhlaup og þegar að tvær mínútur voru eftir var Stjarnan fimm stigum yfir 80-75. Keflavík tókst ekki að koma til baka og Stjarnan vann að lokum 86-79. Atvik leiksins Undir lokin fékk Keflavík þrjú tækifæri til þess að koma boltanum ofan í þegar að liðið var þremur stigum undir. Það gekk ekki og Katarzyna Trzeciak kláraði leikinn í næstu sókn Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Denia Davis-Stewart og Katarzyna Trzeciak fóru á kostum í liði Stjörnunnar í dag. Denia gerði 24 stig og tók 18 fráköst og Katarzyna gerði 25 stig. Með Birnu Benónýsdóttur inn á vellinum tapaði Keflavík með tólf stigum en hún spilaði tæplega 22 mínútur. Dómararnir Dómarar leiksins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Þeir stóðu sig mjög vel og þurftu nokkru sinnum að kíkja í skjáinn og voru með allt á hreinu þar. Fá 8 í einkunn. Umgjörð og stemning Það var nokkuð góð mæting á leikinn og þétt setið á pöllunum öðru megin. Stuðningsmenn Stjörnunnar létu vel í sér heyra og trommuðu mikið sem var skemmtilegt. Það ætlaði síðan allt um koll að keyra þegar að sigur Stjörnunnar var í höfn. „Fáum við annað tækifæri til þess að vinna í Keflavík en það hefur gengið illa hingað til“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunniVísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn gegn Keflavík. „Barátta og dugnaður var það sem skilaði þessu. Nú fáum við annað tækifæri til þess að vinna í Keflavík en það hefur gengið illa hingað til,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Arnar var afar ánægður með sigurinn en var ekki klár á því hvað hans lið gerði sem varð til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ég átta mig ekki alveg á því og strax eftir leik er ég ekki alveg viss. Mér fannst við byrja vel eins og við höfum gert allt einvígið. Mér fannst Denia Davis-Stewart gera vel í að setja sig ekki í villuvandræði þar sem hún var með þrjár villur í fyrri hálfleik og hefði hún fengið fjórðu villuna snemma hefði þetta verið þungt.“ „Við erum að spila við stórkostlegt lið. Þetta er frábærlega mannað lið og þær eru vel þjálfaðar.“ Arnar var afar ánægður með að hans stelpur hafi staðist pressuna og tekist að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Kolbrún María setti stór víti ofan í og við fengum stopp varnarlega. Þetta er rosalega erfitt og þetta er ekki smávegis lið sem við erum að keppa við og mér finnst þær alltaf vera að fara skora á okkur í hverri einustu sókn. Þetta var svolítið taugatrekkjandi,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum