„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2024 09:31 Hlaupaskórnir sem Mari Järsk klæddist í þegar hún sló Íslandsmet í bakgarðshlaupinu eru nú á uppboði. Vísir/Einar Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“ Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“
Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira