„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 14:31 Fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir hafa verið að gera góða hluti með Fylki í upphafi móts í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira