Lífið

Raggi Bjarna þekkti ekki Frið­rik Dór með nafni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frikki sagði einstaklega skemmtilega sögu af Ragga Bjarna.
Frikki sagði einstaklega skemmtilega sögu af Ragga Bjarna.

Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga sagði Friðrik Dór skemmtilega sögu af sambandi sínum við þjóðargersemina Ragnar Bjarnason.

„Hann lærði aldrei nafnið mitt og kallaði mig alltaf bara bróður hans Jóns,“ segir Frikki.

Hann lýsir því að fram undan hafi verið skemmtun á Fiskideginum mikla á Dalvík. Tónlistarfólkinu hafi verið flogið norður til Akureyrar og smalað í rútu. Öllum nema Ragga sem fékk aðeins ljúfari meðferð og ekið í bíl

Frikki segir Hauk Henriksen þúsundþjalasmið hafa setið við stýrið og Raggi sagt geðveikar sögur. 

„Svo hringir hjá honum síminn og maður heyrir í honum. Jú það er strákur að keyra bílinn og bróðir hans Jóns er hérna,“ segir Frikki sem ber greinilega mikla virðingu fyrir Ragnari heitnum. Auk þess hafi hann ekki verið sá fyrsti til að vísa til hans sem bróður bróður síns.

Á áfangastað hafi Ragnar farið út út bílnum og ákveðið að taka sénsinn. Hann hafi snúið sér að Frikka og sagt:

„Blessaður Gústi.“ 

Frásögn Frikka er sprenghlægileg og má sjá að neðan.

Klippa: Raggi Bjarna vissi aldrei hvað Friðrik Dór heitir

Tengdar fréttir

„Það var alltaf draumur hjá honum að heimsækja Ísland aftur“

„Siðvenjur kvennanna á staðnum eru frekar skýrar og afdráttarlausar. Ef þú biður þær fallega þá dansa þær við þig en það þýðir samt ekki að þú megir bjóða þeim upp á drykk, ekki einu sinni „appelsín.“ Né heldur munu þær koma og setjast við borðið hjá þér. Þær eru aðlaðandi, yfirleitt fallega vaxnar (ljóskur eru í meirihluta) og eru góðar að dansa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×