Það sem spurt var um - en svörin þunn og kom kannski ekki á óvart Sigurður Páll Jónsson skrifar 8. maí 2024 09:30 Undirritaður spurði þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra meðal annars þessarar spurningar (NB) þann 6. febrúar 2020 á Alþingi Íslendinga. „1. Hversu mörg íslensk skip brenna enn svartolíu og notast við hreinsunarbúnað? 2. Hversu mörg erlend skip sem koma til íslenskra hafna brenna svartolíu og notast við hreinsunarbúnað? 3. Hvað verður um skaðleg efni sem hreinsibúnaður hreinsar úr útblæstri skipa? 4. Hvaða reglur gilda um gufuendurnýtingarbúnað eldsneytistanka á íslenskum skipum?“ Svarið var kerfisleg og innantómtt! Enda ekki vona á öðru. Fáir aðrir en þeir sem þekkja til skipa vissu um hvað verið var að spyrja um. Áhyggjur fyrirspyrjanda voru þær að íslensk yfirvöld væru að leyfa hreinsibúnað um borð í skipum sem höfðu ekkert að segja, einhverskonar yfirborðmennska sem er gagnslaus og oftar mengandi Svarið sem ég fékk við þriðja lið ,spurningarinnar var sem var orðuð svo: 3. Hvað verður um skaðleg efni sem hreinsibúnaður hreinsar úr útblæstri skipa? ( SVAR: „ Skaðlegum efnum sem hreinsunarbúnaður hreinsar úr útblæstri skipa er fargað samkvæmt reglum sem þar um gilda“. ) Þau efni sem farga þarf eru til dæmis sótagnir en þeim er safnað saman í hreinsiferlinu í síur sem eru þurrkaðar og skilað í land til eyðingar. Önnur efni eins og koldíoxíð ( CO2), sem bundist hefur kalki verður að sandefni, nituroxíð (NOx), sem bundist hefur úrefnum og verður skaðlaust, og brennisteinn, sem binst vatninu, eru síuð frá og tekin í land eins og sótagnirnar. Þessi aðferðafræði er einföld og alþjóðlega viðurkennd.“ Þetta var svar þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar. Þessi fyrirspurn mín til þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra rifjaðist nefnilega upp við lestur á frétt á mbl.is þann 25 apríl síðast liðinn þar sem sagt var ,„Banna mengandi búnað sem leyfður er á Íslandi“, varð þess valdandi að undirrituðum varð bumbult . Í fréttinni er sagt í millifyrirsögn „ Löngu þekktur vandi“ lesi þeir áfram sem vilja. (sjá hér). Það er með einsdæmum að við „gömlu karlarnir“ sem höfum stigið öldurnar, umgengist náttúruna, mesta okkar tíð, fáum svör frá kerfinu eins og við vitum ekki eitt eða neitt og að 101 hverfið þurfi að útskýra fyrir okkur ógnir þær sem steðja að náttúrunni sem fávísir karlar við séum. Fáir skilja mikilvægi þess að virða lífríki hafsins og virðinguna við náttúrna eins og við „gömlu karlarnir“. Þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra kynnti sér ekki málið sem kemur að vísu ekki á óvart. Kannski mætti hlusta oftar á okkur. „Gömlu karlana“ Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Umhverfismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður spurði þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra meðal annars þessarar spurningar (NB) þann 6. febrúar 2020 á Alþingi Íslendinga. „1. Hversu mörg íslensk skip brenna enn svartolíu og notast við hreinsunarbúnað? 2. Hversu mörg erlend skip sem koma til íslenskra hafna brenna svartolíu og notast við hreinsunarbúnað? 3. Hvað verður um skaðleg efni sem hreinsibúnaður hreinsar úr útblæstri skipa? 4. Hvaða reglur gilda um gufuendurnýtingarbúnað eldsneytistanka á íslenskum skipum?“ Svarið var kerfisleg og innantómtt! Enda ekki vona á öðru. Fáir aðrir en þeir sem þekkja til skipa vissu um hvað verið var að spyrja um. Áhyggjur fyrirspyrjanda voru þær að íslensk yfirvöld væru að leyfa hreinsibúnað um borð í skipum sem höfðu ekkert að segja, einhverskonar yfirborðmennska sem er gagnslaus og oftar mengandi Svarið sem ég fékk við þriðja lið ,spurningarinnar var sem var orðuð svo: 3. Hvað verður um skaðleg efni sem hreinsibúnaður hreinsar úr útblæstri skipa? ( SVAR: „ Skaðlegum efnum sem hreinsunarbúnaður hreinsar úr útblæstri skipa er fargað samkvæmt reglum sem þar um gilda“. ) Þau efni sem farga þarf eru til dæmis sótagnir en þeim er safnað saman í hreinsiferlinu í síur sem eru þurrkaðar og skilað í land til eyðingar. Önnur efni eins og koldíoxíð ( CO2), sem bundist hefur kalki verður að sandefni, nituroxíð (NOx), sem bundist hefur úrefnum og verður skaðlaust, og brennisteinn, sem binst vatninu, eru síuð frá og tekin í land eins og sótagnirnar. Þessi aðferðafræði er einföld og alþjóðlega viðurkennd.“ Þetta var svar þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar. Þessi fyrirspurn mín til þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra rifjaðist nefnilega upp við lestur á frétt á mbl.is þann 25 apríl síðast liðinn þar sem sagt var ,„Banna mengandi búnað sem leyfður er á Íslandi“, varð þess valdandi að undirrituðum varð bumbult . Í fréttinni er sagt í millifyrirsögn „ Löngu þekktur vandi“ lesi þeir áfram sem vilja. (sjá hér). Það er með einsdæmum að við „gömlu karlarnir“ sem höfum stigið öldurnar, umgengist náttúruna, mesta okkar tíð, fáum svör frá kerfinu eins og við vitum ekki eitt eða neitt og að 101 hverfið þurfi að útskýra fyrir okkur ógnir þær sem steðja að náttúrunni sem fávísir karlar við séum. Fáir skilja mikilvægi þess að virða lífríki hafsins og virðinguna við náttúrna eins og við „gömlu karlarnir“. Þáverandi umhverfis og auðlindaráðherra kynnti sér ekki málið sem kemur að vísu ekki á óvart. Kannski mætti hlusta oftar á okkur. „Gömlu karlana“ Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar