„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:31 Finnur Freyr íbygginn á hliðarlínunni Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. „Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“ Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
„Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“
Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira