„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:31 Finnur Freyr íbygginn á hliðarlínunni Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. „Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“ Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
„Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“
Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum