Vaknaði og barnið var horfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 09:06 Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir rifjar upp sárar minningar af því þegar barnið hennar var tekið frá henni þar sem hún lá á spítala og var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Vísir Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir kennslu- og guðfræðingur var nítján ára og með nokkra vikna barn á brjósti árið 1973 þegar hún varð alvarlegu heimilisofbeldi og þurfti að láta gera að sárum sínum á spítala. „Ég eignast stúlkuna mína en verð fyrir alvarlegu heimilisofbeldi af hálfu barnsföður míns þegar hún er fimm vikna. Svo alvarlegu að ég þurfti að fara í aðgerð. Við fórum báðar saman á Landakotsspítala og mér var sagt að hún myndi fá vera þar inni meðan ég væri að jafna mig eftir aðgerðina. Ég var sátt við það og var líka sátt við að fá eitthvað af fyrra útliti til baka. Svo fer ég í aðgerðina og vakna, það er búið að reyra brjóstin á mér og barnið er farið,“ segir Ólöf Melkorka. Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir með stúlkuna sína áður en hún gaf hana til ættleiðingar þegar hún var ellefu mánaða gömul. Melkorka óskaði eftir nafnleynd fyrir stúlkuna.Vísir Engin svör Ólöf Melkorka segir að kalt viðmót hafi tekið við á spítalanum þegar hún spurðist fyrir um barnið. „Það voru engin svör, ég var bara drasl. Ég var of veik til að mótmæla. Það er ekkert sem þú getur gert. Þú getur skotið þig fyrir framan fólkið, það skiptir engu máli. Það eru þau, þeir sem ráða.“ Hún fékk loks að vita að barnið hefði verið vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Hún hafi svo ekki fengið að hitta stúlkuna sína fyrr en eftir dvölina á spítalanum. Man ekki barnið „Ég hlakka mikið til að fara að hitta hana eftir að ég kom heim. En þá er þessi elskulegi gluggi þarna á vöggustofunni. Stór hvít rimlarúm. Ég man rúmið,ég man gluggann, ég man ekki eftir barninu mínu. Ég fékk ekki að snerta hana eða knúsa, ég fékk aðeins veifa henni í gegnum þennan vegg,“ segir Ólöf Melkorka sorgmædd. Hún fékk telpuna sína aftur til sín af og til en vegna gríðarlega erfiðra heimilisaðstæðna og veikinda var barnið aftur tekið nokkrum sinnum af heimilinu og vistað á vöggustofunni. „Það hefði verið langbest fyrir hana og vafalaust fyrir mig ef hún hefði farið strax á gott heimili,“ segir Ólöf Melkorka. Stærsta gjöfin Stúlkan hennar Ólafar Melkorku var svo eitt þeirra ríflega níutíu barna sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1963-1973 sem fóru í fóstur eða voru ættleidd. Samkvæmt skýrslu Vöggustofunefndar voru ríflega sex hundruð börn vistuð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og fóru fimmtán prósent þeirra í fóstur eða voru ættleidd. „Að vísu fékk ég að velja foreldranna sem betur fer. Mér fannst ég þekkja þau. Þau báru af sér góðan þokka og mér fannst einhver skyldleiki þarna á milli. Það var eiginlega strax sem ég fann frá konunni þakklæti fyrir gjöfina frá mér. Ég gaf henni þá stærstu gjöf sem hægt er að óska sér,“ segir Ólöf Melkorka. Ólöf Melkorka er meðal viðmælanda í þáttaröðinni Vistheimilin sem er sýnd er á Stöð 2 næstu sunnudaga. Þátturinn sem Melkorka kemur fram í fjallar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Vistheimilin Vistheimili Reykjavík Tengdar fréttir Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6. maí 2024 13:39 Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. 16. nóvember 2022 20:00 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir kennslu- og guðfræðingur var nítján ára og með nokkra vikna barn á brjósti árið 1973 þegar hún varð alvarlegu heimilisofbeldi og þurfti að láta gera að sárum sínum á spítala. „Ég eignast stúlkuna mína en verð fyrir alvarlegu heimilisofbeldi af hálfu barnsföður míns þegar hún er fimm vikna. Svo alvarlegu að ég þurfti að fara í aðgerð. Við fórum báðar saman á Landakotsspítala og mér var sagt að hún myndi fá vera þar inni meðan ég væri að jafna mig eftir aðgerðina. Ég var sátt við það og var líka sátt við að fá eitthvað af fyrra útliti til baka. Svo fer ég í aðgerðina og vakna, það er búið að reyra brjóstin á mér og barnið er farið,“ segir Ólöf Melkorka. Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir með stúlkuna sína áður en hún gaf hana til ættleiðingar þegar hún var ellefu mánaða gömul. Melkorka óskaði eftir nafnleynd fyrir stúlkuna.Vísir Engin svör Ólöf Melkorka segir að kalt viðmót hafi tekið við á spítalanum þegar hún spurðist fyrir um barnið. „Það voru engin svör, ég var bara drasl. Ég var of veik til að mótmæla. Það er ekkert sem þú getur gert. Þú getur skotið þig fyrir framan fólkið, það skiptir engu máli. Það eru þau, þeir sem ráða.“ Hún fékk loks að vita að barnið hefði verið vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Hún hafi svo ekki fengið að hitta stúlkuna sína fyrr en eftir dvölina á spítalanum. Man ekki barnið „Ég hlakka mikið til að fara að hitta hana eftir að ég kom heim. En þá er þessi elskulegi gluggi þarna á vöggustofunni. Stór hvít rimlarúm. Ég man rúmið,ég man gluggann, ég man ekki eftir barninu mínu. Ég fékk ekki að snerta hana eða knúsa, ég fékk aðeins veifa henni í gegnum þennan vegg,“ segir Ólöf Melkorka sorgmædd. Hún fékk telpuna sína aftur til sín af og til en vegna gríðarlega erfiðra heimilisaðstæðna og veikinda var barnið aftur tekið nokkrum sinnum af heimilinu og vistað á vöggustofunni. „Það hefði verið langbest fyrir hana og vafalaust fyrir mig ef hún hefði farið strax á gott heimili,“ segir Ólöf Melkorka. Stærsta gjöfin Stúlkan hennar Ólafar Melkorku var svo eitt þeirra ríflega níutíu barna sem voru vistuð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1963-1973 sem fóru í fóstur eða voru ættleidd. Samkvæmt skýrslu Vöggustofunefndar voru ríflega sex hundruð börn vistuð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og fóru fimmtán prósent þeirra í fóstur eða voru ættleidd. „Að vísu fékk ég að velja foreldranna sem betur fer. Mér fannst ég þekkja þau. Þau báru af sér góðan þokka og mér fannst einhver skyldleiki þarna á milli. Það var eiginlega strax sem ég fann frá konunni þakklæti fyrir gjöfina frá mér. Ég gaf henni þá stærstu gjöf sem hægt er að óska sér,“ segir Ólöf Melkorka. Ólöf Melkorka er meðal viðmælanda í þáttaröðinni Vistheimilin sem er sýnd er á Stöð 2 næstu sunnudaga. Þátturinn sem Melkorka kemur fram í fjallar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
„Það voru engin svör, ég var bara drasl. Ég var of veik til að mótmæla. Það er ekkert sem þú getur gert. Þú getur skotið þig fyrir framan fólkið, það skiptir engu máli. Það eru þau, þeir sem ráða.“
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Vistheimilin Vistheimili Reykjavík Tengdar fréttir Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6. maí 2024 13:39 Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. 16. nóvember 2022 20:00 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6. maí 2024 13:39
Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. 16. nóvember 2022 20:00
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02