Heillandi Halla Hrund Stefán Hilmarsson skrifar 7. maí 2024 10:00 Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar