Já, Katrín Hjálmar Sveinsson skrifar 7. maí 2024 11:00 Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun