Íslenski boltinn

Sjáðu aukaspyrnumark Gylfa, um­deildan rangstöðudóm og rauðu spjöldin

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gylfi skoraði tvö og Erlendur lyfti því rauða tvisvar.
Gylfi skoraði tvö og Erlendur lyfti því rauða tvisvar. Vísir/Samsett/Diego

Það gekk á ýmsu í stórleik fimmtu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta hvar Breiðablik og Valur áttust við.

Valur vann 3-2 sigur þrátt fyrir að vera manni færri lungann úr leiknum. Adam Ægir Pálsson fékk reisupassann og beint í kjölfarið var þjálfara hans, Arnari Grétarssyni, sömuleiðis vísað upp í stúku vegna mótmæla.

Klippa: Mörkin og atvikin úr leik Blika og Vals

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö lagleg mörk, þar á meðal eitt úr aukaspyrnu og þá var umdeilt að mark Jasons Daða Svanþórssonar fyrir Blika var dæmt af snemma leiks.

Öll helstu atvikin má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×