Þjálfari Luka og Kyrie framlengir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 20:16 Jason Kidd og Luka Dončić. on Jenkins/Getty Images Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira