Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir jarðskjálftann hafa orðið þrjá kílómetra norðvestan við Kleifarvatn klukkan 17:43. Samkvæmt uppfærðum tölum mældist hann 3,3 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi verið á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið að sögn Sigríðar. Hún segir að sennilega sé um svokallaðan gikkskjálfta að ræða, sem varð vegna spennubreytinga á svæðinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.