Katrínu sem forseta Stefán Friðrik Stefánsson skrifar 6. maí 2024 18:31 Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun