Örlætisgjörningur ríkislögreglustjóra til tals á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 16:08 Þórhildur Sunna vildi vita hvort Guðrún Hafsteinsdóttir ætlaði að beita sér fyrir því að þessar 500 milljónir sem Haraldur Johannessen gaf verði eltar? Hún spurði fyrir hönd ríkissjóðs. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sótti að Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á þingi nú fyrir stundu og spurði hana hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að rannsókn yrði gerð á örlætisgjörningi Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra. „Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra. Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra.
Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06