Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 23:02 Starliner á toppi Atlas V eldflaugar í Flórída. AP/Terry Renna Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu. Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu.
Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira