Sakaði Biden um að reka lögregluríki í anda nasista Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2024 09:07 Trump líkti mótframbjóðanda sínum við nasista á lokuðum fundi með velgjörðarmönnum sínum á Flórída um helgina. AP/Morry Gash Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stýra „Gestapo-ríkisstjórn“ á lokuðum fundi með bakhjörlum sínum. Hann beindi einnig spjótum sínum að saksóknurum sem sækja sakamál gegn honum. Ummæli Trump á samkomunni í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída á laugardagskvöld náðust á upptöku sem var síðan lekið til bandarískra fjölmiðla, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þau féllu í kjölfarið af því að Trump kvartaði undan því að Biden stæði að baki saksóknum á hendur honum. Réttarhöld standa nú yfir í sakamáli á hendur Trump í New York þar sem hann er sakaður um skjalafals í tengslum við þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Það er fyrsta málið í bandarískri sögu þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur í sakamáli. Trump er einnig ákærður fyrir glæpi í tveimur alríkismálum sem tengjast meðferð hans á ríkisleyndarmálum og tilraunum hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Þá sætir hann ákæru í Georgíu fyrir tilraunir hans til þess að fá úrslitum kosninganna þar hnekkt. „Þetta fólk stýrir Gestapo-ríkisstjórn,“ sagði Trump við velgjörðarmenn sína og vísaði til leynilögreglu nasista sem stýrði handtökum á gyðingum fyrir helförina og braut allt pólitískt andóf í þriðja ríkinu á bak aftur. „Og það er það eina sem þau hafa og það er eina leiðin þar sem þau geta unnið að þeirra mati og það er í raun og veru að drepa þau, en það truflar mig ekki,“ sagði Trump ennfremur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var einnig á viðburðinum. Einn gestanna sagði AP-fréttastofunni að Johnson hefði sagði að Bandaríkin þyrftu „einræðisherra“ (e. strongman) í Hvíta húsinu. Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann ætlaði sér „aðeins“ að vera einræðisherra á fyrsta degi sínum í embætti næði hann endurkjöri. Segja Trump snæða með nýnasistum og tala eins og fasisti Ekki stóð á viðbrögðum Hvíta húss Biden. Andrew Bates, talsmaður þess, benti á að Trump hefði ítrekað notað fasíska orðræðu, snætt með nýnasistum og básúnað samsæriskenningum sem hafi kostað lögregluþjóna lífið. „Biden forseti sameinar bandarísku þjóðina um sameiginleg lýðræðisleg gildi okkar og réttarríkið, sem er nálgun sem hefur skilað mesta samdrætti í ofbeldisbrotum í fimmtíu ár,“ sagði Bates. Dómari í sakamálinu í New York hefur ítrekað varað Trump við að ráðast á saksóknara, vitni og hann sjálfan í ræðu og riti. Eftir enn eitt brotið gegn þeirri tilskipun var Trump sektaður um ríflega milljón króna í síðustu viku. Trump hefur sjálfur notað sama orðfæri og nasistar gerðu á sínum tíma þegar hann kallaði pólitíska andstæðinga „meindýr“ og sakaði innflytjendur um að „eitra blóð landsins“ í fyrra. Þá lýsti hann hópi nýnasista, hvítra þjóðernissinna og annarra kynþáttahatara sem „ágætis fólki“ eftir blóðugar óeirðir í Charlottesville árið 2017. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Ummæli Trump á samkomunni í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída á laugardagskvöld náðust á upptöku sem var síðan lekið til bandarískra fjölmiðla, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þau féllu í kjölfarið af því að Trump kvartaði undan því að Biden stæði að baki saksóknum á hendur honum. Réttarhöld standa nú yfir í sakamáli á hendur Trump í New York þar sem hann er sakaður um skjalafals í tengslum við þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Það er fyrsta málið í bandarískri sögu þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur í sakamáli. Trump er einnig ákærður fyrir glæpi í tveimur alríkismálum sem tengjast meðferð hans á ríkisleyndarmálum og tilraunum hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Þá sætir hann ákæru í Georgíu fyrir tilraunir hans til þess að fá úrslitum kosninganna þar hnekkt. „Þetta fólk stýrir Gestapo-ríkisstjórn,“ sagði Trump við velgjörðarmenn sína og vísaði til leynilögreglu nasista sem stýrði handtökum á gyðingum fyrir helförina og braut allt pólitískt andóf í þriðja ríkinu á bak aftur. „Og það er það eina sem þau hafa og það er eina leiðin þar sem þau geta unnið að þeirra mati og það er í raun og veru að drepa þau, en það truflar mig ekki,“ sagði Trump ennfremur. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var einnig á viðburðinum. Einn gestanna sagði AP-fréttastofunni að Johnson hefði sagði að Bandaríkin þyrftu „einræðisherra“ (e. strongman) í Hvíta húsinu. Trump lét nýlega hafa eftir sér að hann ætlaði sér „aðeins“ að vera einræðisherra á fyrsta degi sínum í embætti næði hann endurkjöri. Segja Trump snæða með nýnasistum og tala eins og fasisti Ekki stóð á viðbrögðum Hvíta húss Biden. Andrew Bates, talsmaður þess, benti á að Trump hefði ítrekað notað fasíska orðræðu, snætt með nýnasistum og básúnað samsæriskenningum sem hafi kostað lögregluþjóna lífið. „Biden forseti sameinar bandarísku þjóðina um sameiginleg lýðræðisleg gildi okkar og réttarríkið, sem er nálgun sem hefur skilað mesta samdrætti í ofbeldisbrotum í fimmtíu ár,“ sagði Bates. Dómari í sakamálinu í New York hefur ítrekað varað Trump við að ráðast á saksóknara, vitni og hann sjálfan í ræðu og riti. Eftir enn eitt brotið gegn þeirri tilskipun var Trump sektaður um ríflega milljón króna í síðustu viku. Trump hefur sjálfur notað sama orðfæri og nasistar gerðu á sínum tíma þegar hann kallaði pólitíska andstæðinga „meindýr“ og sakaði innflytjendur um að „eitra blóð landsins“ í fyrra. Þá lýsti hann hópi nýnasista, hvítra þjóðernissinna og annarra kynþáttahatara sem „ágætis fólki“ eftir blóðugar óeirðir í Charlottesville árið 2017.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33