Hugleiðing um sáttamiðlun Ámundi Loftsson skrifar 6. maí 2024 08:30 Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kjaramál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar