DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 08:43 DeAndre Kane missti algjörlega stjórn á sér í Smáranum á þriðjudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum. Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu.
Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira