DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 08:43 DeAndre Kane missti algjörlega stjórn á sér í Smáranum á þriðjudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum. Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um þann langa tíma sem aganefndin tók sér í að vinna málið enda þurftu bæði Grindavík og Keflavík að undirbúa gríðarlega mikilvægan leik án þess að vita hvort Kane mætti spila eða ekki. Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur loksins tekið mál hans fyrir og skilað niðurstöðu sinni. Hana má finna á heimasíðu KKÍ og hér fyrir neðan. Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane sleppur við leikbann og fær því aðeins áminningu vegna háttsemi sinnar. Hann þarf hins vegar að greiða fimmtíu þúsund krónur í sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Kane var þarna vísað úr húsi eftir að hafa fengi bæði óíþróttamannslega villu og tæknivillu í leiknum. Það sem kom Kane í vandræði voru þó ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn eru ástæðan fyrir því að málið endaði inn á borð aganefndar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins. Kane var búinn að missa af einum leik í þessari úrslitakeppni vegna leikbanns en hann var heldur ekki með í öðrum leiknum á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Grindavík vann þann leik þó án hans. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns í leiknum vegna meiðsla Remys Martin sem reif hásin fyrr í þessum saman leik. Hann verður ekki meira með í þessari úrslitakeppni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Kane missti stjórn á skapi sínu.
Agamál 54/2023-2024 Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira