Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 19:32 Til vinstri má sjá aðskotahluti sem ratað hafa í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar. Á meðal þeirra er gaffall merktur Alþingi, sem Oddny Harðardóttir veitti viðtöku þegar fréttamaður leit við í Alþingishúsinu í dag. Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða. Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða.
Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira