Skipar framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 10:51 Verkefni framkvæmdanefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. Í frumvarpinu er lagt til að nefndin fari með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggi skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafi heildaryfirsýn yfir málefnum Grindavíkurbæjar. Svandís kynnti áformin á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar kom fram að frumvarpið sé unnið í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík. Lagt er til að framkvæmdanefndin starfi tímabundið og að lögin falli úr gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2026. Bæjarstjórn í baráttuhug Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar ávarpaði fundinn. Hún sagði að nú væru 175 dagar frá því að rýma þurfti bæinn.Margir ætluðu að snúa heim eftir þá helgi eða nokkra daga. Hún sagði bæjarstjórnina í baráttuhug og markmiðið væri að að tryggja forgangsverkefni og fjármögnum verkefna til framtíðar. Ásrún Helga sagði bæjarstjórn Grindavíkur halda í bjartsýni og von um að bærinn yrði endurbyggður. Vísir/Ívar „Grindavíkurbær ræður ekki einn við þetta verkefni,“ sagði Ásrún. Frumvarpið fæli í sér mikilvæg markmið um farsæld íbúa sama hvar þeir búa. Umfangsmesta verkefni stjórnvalda vegna náttúruhamfara „Jarðhræringarnar hafa skapað fordæmalausar aðstæður. En eitt hefur þó verð á hrein allan tímann, að samfélagið á Íslandi hefur sameinast um að styðja við Grindavík og samfélag þeirra,“ sagði Svandís. Hún segir jarðhræringarnar eitt umfangsmesta verkefni stjórnvalda vegna náttúruhamfara á sögulegum tíma. Mikilvægt væri að skapa skýra og farsæla umgjörð um verkefnin framundan. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur verði fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hafi með höndum fjölþætt verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Með því að setja sérstök lög um starf framkvæmdanefndarinnar er hlutverk og umboð nefndarinnar skýrt. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun áfram fara með stjórn sveitarfélagsins, starfsmannahald og bera ábyrgð á og hafa fullt fjárstjórnunarvald yfir lögbundnum og ólögbundnum verkefnum, sem framkvæmdanefnd eru ekki falin sérstaklega. Framkvæmdanefndin verður skipuð þremur einstaklingum og tekur til starfa við gildistöku laganna. Innviðaráðherra skipar einn fulltrúa, sem jafnframt verður formaður, mennta- og barnamálaráðherra einn og dómsmálaráðherra einn. Helstu verkefni framkvæmdanefndar Verkefni framkvæmdanefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Mörgum þessara verkefna hefur til þessa verið sinnt af Almannavörnum og öðrum stjórnvöldum. Helstu verkefni nefndarinnar eru: Starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, m.a. skóla- og frístundastarf, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðning á sviði húsnæðis- og vinnumarkaðsmála. Hafa umsjón með nauðsynlegum viðgerðum á samfélagslegum innviðum og könnun á jarðvegi. Einnig með nauðsynlegum viðgerðum til að tryggja virkni og afhendingaröryggi mikilvægra innviða o.fl. Umsjón með vernd verðmæta og framkvæmd aðgangsstýringar í Grindavíkurbæ í samvinnu við lögreglu. Þá verður innviðaráðherra heimilt að fela nefndinni að fara með samhæfingu verkefna sem kunna að vera á höndum annarra stjórnvalda með samþykki þeirra fagráðuneyta sem málasviðið heyrir undir. Loks verður sveitarstjórn Grindavíkurbæjar einnig heimilt að fela nefndinni tiltekin lögbundin eða ólögbundin verkefni. Svandís lauk fundinum með orðunum: „Áfram Grindavík.“Vísir/Ívar Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar borgi allt að þriðjungi hærri leigu en aðrir Leigjendur sem þegið hafa sértækan húsnæðisstuðning vegna atburðanna í Grindavík greiða að meðaltali 13 til 22 þúsund krónum hærri leigu í hverjum mánuði en aðrir leigjendur í sambærilegu húsnæði. Á Suðurlandi er greiða Grindvíkingar að meðallagi 32 prósent hærri leigu en aðrir. 3. maí 2024 10:10 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að nefndin fari með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggi skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafi heildaryfirsýn yfir málefnum Grindavíkurbæjar. Svandís kynnti áformin á blaðamannafundi að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar kom fram að frumvarpið sé unnið í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík. Lagt er til að framkvæmdanefndin starfi tímabundið og að lögin falli úr gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2026. Bæjarstjórn í baráttuhug Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar ávarpaði fundinn. Hún sagði að nú væru 175 dagar frá því að rýma þurfti bæinn.Margir ætluðu að snúa heim eftir þá helgi eða nokkra daga. Hún sagði bæjarstjórnina í baráttuhug og markmiðið væri að að tryggja forgangsverkefni og fjármögnum verkefna til framtíðar. Ásrún Helga sagði bæjarstjórn Grindavíkur halda í bjartsýni og von um að bærinn yrði endurbyggður. Vísir/Ívar „Grindavíkurbær ræður ekki einn við þetta verkefni,“ sagði Ásrún. Frumvarpið fæli í sér mikilvæg markmið um farsæld íbúa sama hvar þeir búa. Umfangsmesta verkefni stjórnvalda vegna náttúruhamfara „Jarðhræringarnar hafa skapað fordæmalausar aðstæður. En eitt hefur þó verð á hrein allan tímann, að samfélagið á Íslandi hefur sameinast um að styðja við Grindavík og samfélag þeirra,“ sagði Svandís. Hún segir jarðhræringarnar eitt umfangsmesta verkefni stjórnvalda vegna náttúruhamfara á sögulegum tíma. Mikilvægt væri að skapa skýra og farsæla umgjörð um verkefnin framundan. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur verði fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hafi með höndum fjölþætt verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Með því að setja sérstök lög um starf framkvæmdanefndarinnar er hlutverk og umboð nefndarinnar skýrt. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun áfram fara með stjórn sveitarfélagsins, starfsmannahald og bera ábyrgð á og hafa fullt fjárstjórnunarvald yfir lögbundnum og ólögbundnum verkefnum, sem framkvæmdanefnd eru ekki falin sérstaklega. Framkvæmdanefndin verður skipuð þremur einstaklingum og tekur til starfa við gildistöku laganna. Innviðaráðherra skipar einn fulltrúa, sem jafnframt verður formaður, mennta- og barnamálaráðherra einn og dómsmálaráðherra einn. Helstu verkefni framkvæmdanefndar Verkefni framkvæmdanefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Mörgum þessara verkefna hefur til þessa verið sinnt af Almannavörnum og öðrum stjórnvöldum. Helstu verkefni nefndarinnar eru: Starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, m.a. skóla- og frístundastarf, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðning á sviði húsnæðis- og vinnumarkaðsmála. Hafa umsjón með nauðsynlegum viðgerðum á samfélagslegum innviðum og könnun á jarðvegi. Einnig með nauðsynlegum viðgerðum til að tryggja virkni og afhendingaröryggi mikilvægra innviða o.fl. Umsjón með vernd verðmæta og framkvæmd aðgangsstýringar í Grindavíkurbæ í samvinnu við lögreglu. Þá verður innviðaráðherra heimilt að fela nefndinni að fara með samhæfingu verkefna sem kunna að vera á höndum annarra stjórnvalda með samþykki þeirra fagráðuneyta sem málasviðið heyrir undir. Loks verður sveitarstjórn Grindavíkurbæjar einnig heimilt að fela nefndinni tiltekin lögbundin eða ólögbundin verkefni. Svandís lauk fundinum með orðunum: „Áfram Grindavík.“Vísir/Ívar
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar borgi allt að þriðjungi hærri leigu en aðrir Leigjendur sem þegið hafa sértækan húsnæðisstuðning vegna atburðanna í Grindavík greiða að meðaltali 13 til 22 þúsund krónum hærri leigu í hverjum mánuði en aðrir leigjendur í sambærilegu húsnæði. Á Suðurlandi er greiða Grindvíkingar að meðallagi 32 prósent hærri leigu en aðrir. 3. maí 2024 10:10 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Grindvíkingar borgi allt að þriðjungi hærri leigu en aðrir Leigjendur sem þegið hafa sértækan húsnæðisstuðning vegna atburðanna í Grindavík greiða að meðaltali 13 til 22 þúsund krónum hærri leigu í hverjum mánuði en aðrir leigjendur í sambærilegu húsnæði. Á Suðurlandi er greiða Grindvíkingar að meðallagi 32 prósent hærri leigu en aðrir. 3. maí 2024 10:10
Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06
Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02