„Fann það þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 20:56 Systkinin Aron Már og Birta Líf Ólafsbörn. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur kviknaði í gróðri við sumarbústað í Borgarfirði í gær. Eldurinn breiddist út á ógnarhraða út frá örlitlum neista og eigendurnir stóðu eftir bjargarlausir. Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“ Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27