Látum hjartað ráða för Sigrún Traustadóttir skrifar 1. maí 2024 20:30 Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun