Látum hjartað ráða för Sigrún Traustadóttir skrifar 1. maí 2024 20:30 Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun