Katrín Jakobsdóttir forseti Viðar Pálsson skrifar 1. maí 2024 19:31 Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar