Katrín Jakobsdóttir forseti Viðar Pálsson skrifar 1. maí 2024 19:31 Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum. Katrín Jakobsdóttir er yfirburðafær á þessu sviði enda með langa reynslu að baki. Hún hefur um árabil talað við ráðamenn Norðurlanda á Norðurlandamáli, ensku í öðrum löndum og haldið uppi samræðum á frönsku þar sem við á. Fáir einstaklingar eru betur til þess fallnir en Katrín, í krafti þekkingar, hæfni og reynslu, að tala máli Íslands í alþjóðleg eyru, bæði fyrir hagsmunum lands og þjóðar sem og fyrir friði, mannréttindum, lýðræði, sjálfbærni og mennsku. Rödd Katrínar inn á við er sömuleiðis sterk og á góðri íslensku. Ég kynntist Katrínu þegar við vorum sessunautar í íslenskum bókmenntum í Háskóla Íslands og tók þá strax eftir þægilegri nærveru hennar og hversu áreynslulaust hún blandar geði við fólk. Eins og sannur extróvert skortir hana ekki orð og ég tók því sérstaklega eftir því að hún er næmur hlustandi ekki síður en mælandi, sem er dýrmætur eiginleiki. Annað persónueinkenni Katrínar er að hún berst ekki á og það er ekki til í henni yfirlæti eða snobb. Henni er eðlislægt að tala eins við alla og mæta fólki á jafningjagrundvelli. Þótt það ætti varla að vera umtalsefni þá efast ég þó um að margir forsætisráðherrar, eða aðrir leiðtogar Vesturlanda, búi enn í gömlu blokkaríbúðinni sinni með fimm manna fjölskyldu. Í þessari kosningabaráttu hefur því verið haldið á lofti að virk þátttaka í stjórnmálum og þjóðmálabaráttu jafngildi því að velta sér upp úr svínastíu og geri fólk óhæft til þess að bjóða sig fram til ópólitískra starfa í þágu þjóðarinnar, svo sem til embættis forseta Íslands. Þetta sjónarmið stenst enga skoðun. Þvert á móti er bundið í eðli virks og heilbrigðs lýðræðis að á vettvangi þess stíga fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að láta að sér kveða, berjast fyrir gildum og hugsjónum sem þeir vilja að móti samfélagið, freista þess að knýja á um breytingar og umbætur, en sætta sig við óumflýjanlega gagnrýni. Allir sem taka virkan þátt í stjórnmálum og komast til áhrifa eignast bæði stuðningsfólk og andstæðinga og verða umdeildir að einhverju marki fyrir ákvarðanir sínar, sama hvar í flokki þeir standa. Katrín Jakobsdóttir hefur helgað líf sitt baráttu fyrir hugsjónum um betra samfélag og viljug tekið sér stöðu þar sem vindar blása og hart er tekist á um stóru málin og framtíðina. Það er sömuleiðis einkenni á lýðræðishefð okkar að ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið verða að ná samkomulagi til þess að mynda starfhæfa stjórn og að sá sem leiðir slíkt starf, ekki síst fjölflokkastarf, þarf sannarlega góða forystuhæfileika, sáttfýsi og mannskilning. Varla eru það góð skilaboð til ungu kynslóðarinnar, að til þess að vera metin að verðleikum sé hollast að halda sig á hliðarlínunni í samfélagsumræðunni og láta aðra um að axla ábyrgðina. Í vestrænum lýðræðisríkjum eru þjóðhöfðingjar ítrekað kosnir af vettvangi stjórnmála. Núverandi forseti Þýskalands var áður utanríkisráðherra og þar áður aðstoðarkanslari. Núverandi forseti Írlands steig af þingi og úr flokksforystu til þess að bjóða sig fram til forseta og hafði áður verið ráðherra. Sem dæmi af Norðurlöndum hafa ellefu forsetar setið í Finnlandi frá 1931 og af þeim voru sjö forsætisráðherrar fyrst og tveir til viðbótar í öðrum ráðherraembættum áður. Nýkjörinn forseti Finnlands sat á fjórum ráðherrastólum áður, þar á meðal á stól forsætisráðherra. Svona mætti áfram telja og rekja sig eftir löndum. Góð forsetaefni geta haft margs konar bakgrunn, að sjálfsögðu, en að halda því fram stjórnmálastarf sé óvanalegur og óheppilegur bakgrunnur í lýðræðissamfélagi er hæpið. Þrír af sex forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir stjórnmálamenn, þar af tveir ráðherrar. Katrín var forsætisráðherra Íslands við erfiðar aðstæður, á tímum farsóttar, náttúruhamfara og efnahagsþrenginga á heimsvísu. Hún sýndi að hún hefur bein í nefinu og er leiðtogi þegar á móti blæs og erfiðar ákvarðanir blasa við, gagnrýni er hávær og framtíðin er óviss. Reynsla hennar og veganesti úr stjórnmálastarfi geta reynst dýrmætari en flest annað í embætti forseta Íslands á tímum sem þar sem heimsmálin eru viðsjárverðari en oft áður á undanförum áratugum og samfélag okkar á Íslandi þróast og breytist hratt. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur fullkomlega til þess að gegna embætti forseta Íslands og styð hana heilshugar í þessari kosningabaráttu. Höfundur er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun