Í ker eða kistu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. maí 2024 18:31 Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Kirkjugarðar Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar