Í ker eða kistu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. maí 2024 18:31 Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Kirkjugarðar Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að það megi aldrei verða skortur á grafreitum. Það hefur færst í aukana að fólk skilur eftir upplýsingar um hvað skiptir það mestu máli varðandi eigin útför. Til að geta tekið mið af vilja hins látna og létta undirbúning útfarar þurfa að liggja fyrir hreinar línur um valmöguleika. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en brösuglega hefur gengið síðustu misseri að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Fyrir um fjórum árum kom fram í viðtali við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma að grafarsvæði í Reykjavík myndu brátt klárast og ekki verði til skiki fyrir grafir í Reykjavík og að leita verði á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistinni á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Í kjölfar viðtalsins og til að vekja athygli á málinu lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs um að hefja framkvæmdir nýs kirkjugarðs við Úlfarsfell hið fyrsta. Ekki tókst að ýta við borgaryfirvöldum þá. En nú hefur verið samþykkt að taka næsta skref sem felst m.a. í móttöku moldar á væntanlegum kirkjugarði í Úlfarsfelli. Það er fagnaðarefni að drífa á þetta verkefni af stað til þess að valið um að vera settur í ker eða kistu standi ávallt til boða þegar þessari jarðvist lýkur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar