Vill hinn almenna launamann á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 16:30 Kristrún Frostadóttir boðar uppstökun þingliðs breyttrar Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vilja hinn almenna launamann á þing. Hún segist telja það mikilvægt að framboðslistar flokksins endurspegli breyttan flokk. Í ræðu sem hún flutti í dag greindi hún frá því að flokkurinn hefði á flokkstjórnarfundi breytt reglum um framboðslista flokksins með það að leiðarljósi að endurspegla Ísland allt en „ekki bara hinar skrifandi stéttir.“ Þetta segir hún í ræðu sem hún hélt í tilefni af baráttudegi verkalýðsins á fundi Samfylkingarinnar í Iðnó fyrr í dag. Þótt hagfræðingar, lögfræðingar og stjórnmálafræðingar geti verið ágætir þá sé allt gott í hófi. Kristrún segir Samfylkinguna þurfa fólk með alls konar bakgrunn. „Alveg eins og vera ber í stórum jafnaðarflokki sem býður sig fram til að stjórna landinu.“ Samfylkingin hefur þannig opnað á haldin verði leiðtogaprófkjör um efstu sæti á framboðslistum en að önnur sæti verði valin með uppstillingu eða á kjörfundi. „Í þessari ákvörðun flokksstjórnar felast skilaboð og ég tel að vel fari á því að almennir flokksfélagar Samfylkingarinnar og stuðningsmenn geti kosið sér forystufólk – oddvita á framboðslistum – í prófkjöri. En að svo taki við annað ferli þar sem gætt er að fleiri sjónarmiðum. Það virðist að minnsta kosti vera heppileg leið á þessum tímapunkti í endurreisn Samfylkingarinnar, þó að auðvitað geti mismunandi kjördæmi valið að fara mismunandi leiðir,“ segir Kristrún. Næsta verk að manna liðið Hún segir flokkinn ætla sér að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og koma Íslandi aftur á rétta braut. „Við vitum að fjöldi fólks um land allt leyfir sér nú að vona að þetta gangi upp hjá Samfylkingunni: að okkur takist að endurreisa velferðarkerfið, að okkur takist að lyfta innviðum landsins, að okkur takist að koma Íslandi aftur á rétta braut – eins og við ætlum okkur að gera,“ segir Kristrún. „Þetta fólk sér að málefnastaðan er sterk og styrkist með hverju útspili, því líkar verklagið – en það veit líka að næsta verk verður að manna liðið: að stilla upp framboðslistum sem endurspegla þessa breyttu Samfylkingu – breiðari flokk, stærri flokk, klassískan jafnaðarflokk með stjórnfestu – stjórnmálaflokk sem stendur þétt með þjóð sinni, við bak hins vinnandi manns, og leggur ofuráherslu á kjör, velferð og efnahag almennings,“ bætir hún við. Kristrún segir mikilvægt að fólkið í landinu geti séð sig í fulltrúum Samfylkingarinnar. „Þetta snýst um að stilla upp sterku teymi – efni í þingflokk sem endurspeglar samfélagið sem við þjónum, og þar sem fólkið í landinu getur séð sig í okkar fulltrúum. Þetta er ekki bara einhver leikur eða samkeppni einstaklinga um stök sæti. Heildarmyndin skiptir máli.“ Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Í ræðu sem hún flutti í dag greindi hún frá því að flokkurinn hefði á flokkstjórnarfundi breytt reglum um framboðslista flokksins með það að leiðarljósi að endurspegla Ísland allt en „ekki bara hinar skrifandi stéttir.“ Þetta segir hún í ræðu sem hún hélt í tilefni af baráttudegi verkalýðsins á fundi Samfylkingarinnar í Iðnó fyrr í dag. Þótt hagfræðingar, lögfræðingar og stjórnmálafræðingar geti verið ágætir þá sé allt gott í hófi. Kristrún segir Samfylkinguna þurfa fólk með alls konar bakgrunn. „Alveg eins og vera ber í stórum jafnaðarflokki sem býður sig fram til að stjórna landinu.“ Samfylkingin hefur þannig opnað á haldin verði leiðtogaprófkjör um efstu sæti á framboðslistum en að önnur sæti verði valin með uppstillingu eða á kjörfundi. „Í þessari ákvörðun flokksstjórnar felast skilaboð og ég tel að vel fari á því að almennir flokksfélagar Samfylkingarinnar og stuðningsmenn geti kosið sér forystufólk – oddvita á framboðslistum – í prófkjöri. En að svo taki við annað ferli þar sem gætt er að fleiri sjónarmiðum. Það virðist að minnsta kosti vera heppileg leið á þessum tímapunkti í endurreisn Samfylkingarinnar, þó að auðvitað geti mismunandi kjördæmi valið að fara mismunandi leiðir,“ segir Kristrún. Næsta verk að manna liðið Hún segir flokkinn ætla sér að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og koma Íslandi aftur á rétta braut. „Við vitum að fjöldi fólks um land allt leyfir sér nú að vona að þetta gangi upp hjá Samfylkingunni: að okkur takist að endurreisa velferðarkerfið, að okkur takist að lyfta innviðum landsins, að okkur takist að koma Íslandi aftur á rétta braut – eins og við ætlum okkur að gera,“ segir Kristrún. „Þetta fólk sér að málefnastaðan er sterk og styrkist með hverju útspili, því líkar verklagið – en það veit líka að næsta verk verður að manna liðið: að stilla upp framboðslistum sem endurspegla þessa breyttu Samfylkingu – breiðari flokk, stærri flokk, klassískan jafnaðarflokk með stjórnfestu – stjórnmálaflokk sem stendur þétt með þjóð sinni, við bak hins vinnandi manns, og leggur ofuráherslu á kjör, velferð og efnahag almennings,“ bætir hún við. Kristrún segir mikilvægt að fólkið í landinu geti séð sig í fulltrúum Samfylkingarinnar. „Þetta snýst um að stilla upp sterku teymi – efni í þingflokk sem endurspeglar samfélagið sem við þjónum, og þar sem fólkið í landinu getur séð sig í okkar fulltrúum. Þetta er ekki bara einhver leikur eða samkeppni einstaklinga um stök sæti. Heildarmyndin skiptir máli.“
Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira