„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2024 21:43 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. „Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
„Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira