Segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 12:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Einar Prófessor í jarðeðlisfræði segir ekkert „dramatískt“ að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni við Grindavík. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi í morgun að merki væru uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu í nótt. Landris í Svartsengi hefði stöðvast og kvika leitaði nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. Rennslið enn mjög lítið Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðiprófessor, segir allt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. „Rennslið er mjög lítið. Við erum ekki farin að sjá aukningu. Það hefur smá aukning orðið á óróanum, sem mögulega þýðir einhver smá aukning aftur. En það er ekkert dramatískt sem er að gerast og ekkert víst að það sé nein aukning enn þá í þessu gosi, ef hún verður.“ Áhugaverð staða Hann segir mjög athyglisvert að kvika safnist saman í kvikuhólfinu á sama tíma og hún streymir úr gosopinu. Það geti gert það að verkum á endanum að flæði í gosinu aukist. „Það gæti fengið snögga aukningu, eins og í þeim atburðum sem hafa hleypt af stað gosi eða hafa verið í byrjun gosa. Þetta eru möguleikar sem við verðum að hafa með í myndinni. En nákvæmlega þessi atburðarás, að það sé að safnast fyrir á meðan það er að gjósa, við sáum þetta í Eyjafjallajökli og gosið jókst í kjölfarið, þarna í byrjun maí 2010. En í svona langan tíma og svona stöðugt, það hefur ekki sést mikið og við vitum ekki til að hafi gerst annars staðar. Það gerðist ekki í Kröflu. Þannig að þetta eru athyglisverðir tímar og við þurfum að vera undir það búin að hraunið aukist.“ Garðarnir lægri en hraunið Þá segir hann að hraun sé sums staðar orðið rúmlega fjórum metrum hærra en varnargarðarnir sem halda því í skefjum. „Það hefur verið unnið stöðugt í þessu og varnargarðarnir hafa verið hækkaðir samhliða, jafnvel hálfpartinn verið settir ofan á jaðar hraunsins. Það sem þarf hins vegar að vera ljóst, er að ef það vex mjög mikið og það flæðir hraun þarna að jaðrinum þar sem garðarnir eru. Þegar hraunið er orðið hærra en garðarnir og það kemur mikið rennsli, þá er ekki nein vörn í görðunum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46