Að velja forseta Stefán Bogi Sveinsson skrifar 30. apríl 2024 12:30 Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun