Kennslustund í „selfies“ Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 11:30 AÐ GEFNU TILEFNI! Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér „selfie“ til að gera augnablikið ódauðlegt. Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í „selfies“. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum. Á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju. Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU. Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það! Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur „LOOK HERE!“. Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á „LOOK HERE!“. Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna. Vinstri mynd: HORFT Í LINSU. Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL. Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
AÐ GEFNU TILEFNI! Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér „selfie“ til að gera augnablikið ódauðlegt. Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í „selfies“. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum. Á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju. Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU. Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það! Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur „LOOK HERE!“. Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á „LOOK HERE!“. Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna. Vinstri mynd: HORFT Í LINSU. Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL. Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun