Ofbeldi pabbans skyggir á stóru stundina og hann þjálfar keppinaut Jakobs Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 13:31 Bræðurnir Henrik, Jakob og Filip hafa afrekað að keppa allir saman á stórmótum á borð við HM 2019 í Katar. Getty/Sam Barnes Ingebrigtsen-bræðurnir hafa beðið fjölmiðla um frið og vilja ekki tjá sig að svo stöddu, eftir að pabbi þeirra, Gjert Ingebrigtsen, var ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan. Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan.
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira