Má spyrja homma að öllu? Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2024 16:30 Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér. Fólk veltir því fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir klæðist blúndu- eða boxernærbuxum, hvort Jóni Gnarr finnist betra að fara í sleik eða fá gill á bakið og hvort Ástþór Magnússon fíli BDSM eða kertaljós og jarðarber. Þessi klassísku kosningamál. Kjósendur vilja ólmir vita hvort Halla Hrund hafi skellt sér á næturklúbb með manninum sínum, hvort Arnar Þór hyggist kyssa konuna sína á Bessastöðum og hvort Steinunn Ólína hafi verið með annarri konu. Glöggir lesendur hafa nú ef til vill áttað sig á því að þessar upptalningar séu eintómur uppspuni, enda hefur fólk um mikilvægari hluti að ræða við forsetaframbjóðendur sem ekki eru samkynhneigðir. Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum. Siðareglur blaðamanna virðast litlu skeyta þegar kemur að tilteknum forsetaframbjóðanda, enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Valið er okkar. Ætlum við að synda áfram í drullupytti fordóma og haturs eða brjóta fleiri blöð í sögunni? Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað. Takk Baldur Þórhallsson, fyrir hugrekkið, baráttuna og fyrir að vera fyrirmynd okkar allra, þrátt fyrir ósanngjarnt mótlætið og hatrið. Þú ert minn forseti. Haltu áfram og ég held áfram að hvísla því að þorskinum en þrái mest að fræða son minn í fyllingu tímans um kjark þinn. Elísabet Þorgeirsdóttir, 1980. Höfundur er rithöfundur og nemi í stjórnvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér. Fólk veltir því fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir klæðist blúndu- eða boxernærbuxum, hvort Jóni Gnarr finnist betra að fara í sleik eða fá gill á bakið og hvort Ástþór Magnússon fíli BDSM eða kertaljós og jarðarber. Þessi klassísku kosningamál. Kjósendur vilja ólmir vita hvort Halla Hrund hafi skellt sér á næturklúbb með manninum sínum, hvort Arnar Þór hyggist kyssa konuna sína á Bessastöðum og hvort Steinunn Ólína hafi verið með annarri konu. Glöggir lesendur hafa nú ef til vill áttað sig á því að þessar upptalningar séu eintómur uppspuni, enda hefur fólk um mikilvægari hluti að ræða við forsetaframbjóðendur sem ekki eru samkynhneigðir. Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum. Siðareglur blaðamanna virðast litlu skeyta þegar kemur að tilteknum forsetaframbjóðanda, enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Valið er okkar. Ætlum við að synda áfram í drullupytti fordóma og haturs eða brjóta fleiri blöð í sögunni? Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað. Takk Baldur Þórhallsson, fyrir hugrekkið, baráttuna og fyrir að vera fyrirmynd okkar allra, þrátt fyrir ósanngjarnt mótlætið og hatrið. Þú ert minn forseti. Haltu áfram og ég held áfram að hvísla því að þorskinum en þrái mest að fræða son minn í fyllingu tímans um kjark þinn. Elísabet Þorgeirsdóttir, 1980. Höfundur er rithöfundur og nemi í stjórnvísindum.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun