Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Feðgarnir Fernando og Þórólfur. Vísir Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira