Ákærður fyrir að slá barn sitt með blautu handklæði Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:36 Gjert Ingebrigtsen er pabbi eins allra besta hlaupara heims í dag, Jakobs Ingebrigtsen, sem síðasta haust greindi frá ofbeldi föður síns. EPA/Getty Á meðan að norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen býr sig undir að verja ólympíumeistaratitil sinn í 1.500 metra hlaupi í sumar hefur pabbi hans, Gjert Ingebrigtsen, verið ákærður fyrir ofbeldi gegn einu barna sinna. Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira