„Hver karfa skiptir máli þannig að ég varð smá reiður“ Siggeir Ævarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Rúnar var mættur með Mavericks-derru (ekki þessa að vísu) og er 2-0 með hana. Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson og hans konur í Njarðvík eru komnar í 1-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en eftir sveiflukenndan leik skoruðu Njarðvíkingar tólf stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík á lokasprettinum. „Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
„Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira