„Hver karfa skiptir máli þannig að ég varð smá reiður“ Siggeir Ævarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Rúnar var mættur með Mavericks-derru (ekki þessa að vísu) og er 2-0 með hana. Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson og hans konur í Njarðvík eru komnar í 1-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en eftir sveiflukenndan leik skoruðu Njarðvíkingar tólf stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík á lokasprettinum. „Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira