„Hver karfa skiptir máli þannig að ég varð smá reiður“ Siggeir Ævarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Rúnar var mættur með Mavericks-derru (ekki þessa að vísu) og er 2-0 með hana. Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson og hans konur í Njarðvík eru komnar í 1-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en eftir sveiflukenndan leik skoruðu Njarðvíkingar tólf stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík á lokasprettinum. „Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira