Hundraðasti sigur Arteta kom gegn erkifjendunum: „Stoltur af leikmönnunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 23:30 Brosti sínu breiðasta eftir sigur dagsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn