Hvað varð um samveruna? Hildur Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:32 Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Danmörk Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða. Hægt er að njóta samveru í nýendurvakinni saunu á efstu hæð hjá framtakssömu ungu fólki á Flyðrugranda eða í leikherbergi sameignar verkamannabústaðablokkar í Breiðholti, þar sem undirrituð æfði dansa og leikrit með vinkonum á síðustu öld. Reykvískar íbúðabyggingar segja sögu tíðarandans. Að byggt var af metnaði fyrir verkafólk í verkamannabústaðakerfinu sáluga, hvernig stéttarfélög byggðu fyrir eigin meðlimi og borgin fyrir þau efnaminnstu. Á tímabili þótti sjálfsagt að gera ráð fyrir herbergi í kjallara eða undir súð fyrir gesti utan af landi eða eldri börn. Fullbúið baðherbergi var í íbúðum verkamannabústaða á Hringbraut og eldhús í verkamannabústöðum í bökkum í Breiðholti voru opin og í beinu sambandi við borðstofu og stofu, sem var nýjung á þeim tíma. Gert var ráð fyrir leikherbergjum í sameign, aðstöðu fyrir húsfélag, salerni, þvotta- og þurrkrými og svo mætti lengi telja. Lóðin var heldur ekki undanskilin. Þar var hægt að leika og dvelja og oft rækta garðinn sinn. Þarfir fólks hafa eflaust breyst frá fyrri tíma og fjölskyldustærðir einnig. Margar þessara íbúðabygginga eru samt sem áður vinsæl vara á húsnæðismarkaði dagsins í dag, vegna þeirrar umgjarðar sem þeim var búin. Danir eru þekktir fyrir að leggja metnað bæði í húsbyggingar og lýðræðislegt samfélag. Hin margverðlaunaða arkitektastofa Vandkunsten gaf á síðasta ári út heftið Bofællesskaber / Co-housing þar sem íbúðarbyggingum stofunnar eru gerð skil. Verkin endurspegla vilja arkitektanna til að skapa góð skilyrði til að efla samveru íbúa með áherslu á sameiginleg rými: „Samvera er markmiðið. Við trúum á að góður arkitektúr skapi gott samfélag.“ Litið var til Dana þegar endurreisa átti óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi árið 2015 í kjölfar samninga á vinnumarkaði. Ýmis grundvallaratriði almenna danska húsnæðiskerfisins skoluðust þó til í meðferð þingsins og eftir stóð húsnæðiskerfi sem átti aðeins nafnið og leiguformið sameiginlegt með fyrirmyndinni. Opinberir aðilar skilgreindu hagkvæmni óhagnaðardrifinnar húsnæðisuppbyggingar og þar með forsendu fyrir veitingu stofnframlaga, þannig að sameign fjölbýlishússins væri lítil sem engin, eða undir 15% af heildarflatarmáli. Krafa um lága húsaleigu, til þess að mæta greiðslugetu láglaunafólks, urðu þess valdandi að íbúðirnar minnkuðu líka og var sparnaðurinn aðallega tekinn út í íverurýmum. Eftir standa íbúðabyggingar með litlum sem engum íverurýmum til samveru innan og utan íbúðar. Garðarnir eru svo afgangsstærð. Húsnæðisátak sem hófst fyrir næstum 10 árum stendur enn með sömu formerkjum. Átakið er reglulega endurvakið við gerð kjarasamninga og stjórnarsáttmála, þó að áhrifin á húsnæðismarkað til jöfnuðar láti bíða eftir sér. Erum við á réttri leið? Hvar er pláss fyrir samveruna í sífellt þéttari byggð? Er einvera og einmanaleiki eitthvað til að hafa áhyggjur af? Eru nýjar íbúðabyggingar byggðar með þarfir fólks í huga eða er þörf á að staldra við og endurskoða forsendur áður en kerfin eru endurræst? Höfundur er arkitekt og hluti af þverfaglegum hópi Híbýlaauðs. Hópurinn sýnir í Hafnarhúsinu sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun