Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2024 19:34 Frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra, til heildarlöggjafar um lagareldi, nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis og er mjög viðamikið. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi á miðvikudag og í morgun fóru fulltrúar ráðuneytisins yfir frumvarpið í heild með atvinnuveganefnd sem nú hefur málið til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt að í frumvarpinu er kveðið á um ótímabundin leyfi en núgildandi lög kveða á um rekstrarleyfi til 16 ára. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af þessum anga málsins og þar með talin formaður Samfylkingarinnar sem óttaðist að með ótímabærum leyfum væri verið að gefa eldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Matvælaráðherra segir upplýsingaóreiðu ríkja um málið. „Ég vil koma því á framfæri, af því að skil, að þegar lögfræðin og réttlætiskennt fólksins í landinu fer ekki saman, að þá finnst mér að manni beri að hlusta og ég held að þetta sé einn af þessum stóru póstum sem hefur verið mikið til umfjöllunar, ásamt fleirum, og ég tel gríðarlega mikilvægt að við náum utan um þetta mál því það hefur ríkt ófremdarástand í greininni“ „Og þess vegna var farið í að vinna það með þessum hætti en fyrst og fremst er markmiðið að ná utan um þetta þannig að náttúruverndin og umhverfisverndin nái fram að ganga og þess vegna held ég að sé mikilvægt og ég bara vil segja það hér að ég lýsi mig tilbúna til að vinna með þinginu að farsælli lausn af því að það er auðvitað það sem við þurfum að gera við þurfum að koma betri böndum á greinina.“ Hún segir að markmið laganna um umhverfisvernd vera aðalatriðið. Ertu að lýsa þig reiðubúna að draga til baka þetta með ótímabundnu leyfin? „Ekki endilega að draga neitt til baka heldur bara að ef atvinnuveganefnd vill leggja til einhvers konar breytingar á þeim atriðum sem hafa verið meira til umfjöllunar en aðrar og fólki finnst réttlætinu ekki vera náð fram með þessu, þá já lýsi ég mig tilbúna til að vinna með þeim en það er auðvitað þingsins að velta því upp þegar búið er að fá umsagnir og umfjöllun en ég held að það sé mikilvægt að þau viti að ég sé tilbúin að vinna með þeim að breytingum ef þess gerist þörf. Aðalmálið er að markmið frumvarpsins nái fram að ganga og þar horfi ég á náttúruna og umhverfið.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi á miðvikudag og í morgun fóru fulltrúar ráðuneytisins yfir frumvarpið í heild með atvinnuveganefnd sem nú hefur málið til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt að í frumvarpinu er kveðið á um ótímabundin leyfi en núgildandi lög kveða á um rekstrarleyfi til 16 ára. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af þessum anga málsins og þar með talin formaður Samfylkingarinnar sem óttaðist að með ótímabærum leyfum væri verið að gefa eldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Matvælaráðherra segir upplýsingaóreiðu ríkja um málið. „Ég vil koma því á framfæri, af því að skil, að þegar lögfræðin og réttlætiskennt fólksins í landinu fer ekki saman, að þá finnst mér að manni beri að hlusta og ég held að þetta sé einn af þessum stóru póstum sem hefur verið mikið til umfjöllunar, ásamt fleirum, og ég tel gríðarlega mikilvægt að við náum utan um þetta mál því það hefur ríkt ófremdarástand í greininni“ „Og þess vegna var farið í að vinna það með þessum hætti en fyrst og fremst er markmiðið að ná utan um þetta þannig að náttúruverndin og umhverfisverndin nái fram að ganga og þess vegna held ég að sé mikilvægt og ég bara vil segja það hér að ég lýsi mig tilbúna til að vinna með þinginu að farsælli lausn af því að það er auðvitað það sem við þurfum að gera við þurfum að koma betri böndum á greinina.“ Hún segir að markmið laganna um umhverfisvernd vera aðalatriðið. Ertu að lýsa þig reiðubúna að draga til baka þetta með ótímabundnu leyfin? „Ekki endilega að draga neitt til baka heldur bara að ef atvinnuveganefnd vill leggja til einhvers konar breytingar á þeim atriðum sem hafa verið meira til umfjöllunar en aðrar og fólki finnst réttlætinu ekki vera náð fram með þessu, þá já lýsi ég mig tilbúna til að vinna með þeim en það er auðvitað þingsins að velta því upp þegar búið er að fá umsagnir og umfjöllun en ég held að það sé mikilvægt að þau viti að ég sé tilbúin að vinna með þeim að breytingum ef þess gerist þörf. Aðalmálið er að markmið frumvarpsins nái fram að ganga og þar horfi ég á náttúruna og umhverfið.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Tengdar fréttir „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11