Framtíð innri markaðarins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 26. apríl 2024 15:01 Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. Fjallar hann um innri markaðinn sem tæki og nánast sem „auðlind“ sem sambandið getur nýtt betur, ekki síst til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Asíu og N-Ameríku. Ein af megin tillögum Letta er að samin sé ítarleg stefna fyrir innri markaðinn. Einnig má lesa má af skýrslu Letta að skriffinnska og ósveigjanleiki sé til trafala. Evrópsk fyrirtæki séu lítil í samanburði við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kína og af þeim orsökum hallar verulega á Evrópsku fyrirtækin. Þau séu á eftir í nýsköpun, framleiðni ofl. sem á endanum dregur úr öryggi ESB. Því þurfi að aðstoða Evrópsk fyrirtæki við að verða stærri og þannig auka efnahagslegt öryggi. Þá segir Letta að markaðir fjármála, fjarskipta og orku verði að þróast í áttina að samþættingu á ESB svæðinu fram yfir þarfir einstakra ríkja svo svæðið standist samkeppni. Annar fyrrum ítalskur forsætisráðherra, Mario Draghi er einnig að vinna skýrslu en mun hann einkum vera að skoða samkeppnishæfni sambandsins. Það er í sjálfu sér áhugavert að tveir fyrrum forsætisráðherrar Ítalíu séu að skoða sömu, eða svipaða hluti. Áhugaverðara verður þó að sjá hvað Evrópusambandið gerir á endanum til bregðast við minnkandi samkeppnishæfni. Mun svæðið rétta úr kútnum eða staðna í deilum um leiðir og lausnir? Fyrir okkur sem aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), skiptir miklu að áfram sé fylgst náið með hver stefnan er að þróast enda Ísland aðili að innri markaðnum. Skýrsla Letta er yfirgripsmikil og kemur inn á margt fleira en hér hefur verið nefnt en sé það rétt hjá Letta að hið evrópska kerfi sé of flókið og þungt ætti það að hringja viðvörunarbjöllum víða, ekki síst þar sem talað er fyrir nýju regluverki. Aukinn samruni og samþætting með það að markmiði að stækka og styrkja Evrópsk fyrirtæki getur augljóslega haft áhrif hér á landi. Hvort sem horft er til regluverks sem okkur ber að taka upp eða útflutnings á vörum eða þjónustu. Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun í ljósi kosninga sem eru víða á döfinni í Evrópu sem og þeim flóknari alþjóðapólitískum veruleika sem við búum nú við. Höfundur starfar sem ráðgjafi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun