Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að hann muni meðal annars samhæfa samskipti og upplýsingagjöf til Grindvíkinga vegna jarðhræringa á Reykjanesi.
„Gylfi Þór hefur víðtæka reynslu af flóknum og umfangsmiklum verkefnum. Má þar nefna móttöku flóttafólks frá Úkraínu, uppsetningu og rekstur farsóttarhúsa á tímum COVID auk annarra starfa fyrir Rauða krossinn,“ segir í tilkynningunni.