Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. apríl 2024 13:21 Viðgerðir á styttunni hófust í hádeginu. Vísir/BEB Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent