Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 11:51 Viktor bað útsendara fréttastofa landsins að stíga út fyrir þegar hann settist til fundar með landskjörstjórn. Vísir/RAX Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira