Útlagar spreyjaðir gylltir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 16:52 Aðeins stallurinn er enn óspreyjaður. Benedikt Stefánsson Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira