Fimm teravött af orku og 20 milljarðar í samgöngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. apríl 2024 13:31 Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærmorgun, sem fór fram undir berum himni í blíðskaparveðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Orkumál eru formanni Samfylkingarinnar hugleikinn en að mati hennar þarf fimm terawött af orku í viðbót fyrir landið, sem yrði um fjórðungs aukning á næstu tíu árum. Þá vill Samfylkingin verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar lagði leið sína í Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gær og hélt það stuttan blaðamannafund þar sem hún sagði frá nýju verkefni Samfylkingarinnar, sem kallast “Krafa um árangur”. Orkumálin eru þar áberandi. „Við erum að leggja hér fram töluleg markmið um fimm terawött, að við séum komin í ársframleiðslu, sem er í rauninni fjórðungsaukning eftir um það bil tíu ár og þetta byggjum við á í rauninni á mjög hóflegum forsendum,” segir Kristrún og bætir við. „Fólkið í landinu vill hóflega leið. Við viljum standa undir fólksfjölgun, við viljum standa undir vexti hjá smærri fyrirtækjum en við viljum líka vera virkir þátttakendur í orkuskiptum upp að því marki sem það er mögulegt.” Hér má sjá áherslur flokksins í nýju herferðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfylkingin leggur líka mikla áherslu á samgöngumál í sínum nýju aðgerðum en Kristrún segir að það verði að verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum landsins. „Það er alveg augljós og það þekkja það allir að eigin reynslu að ástand samgönguinnviða er ekki gott. Þetta á ekki bara við vegina fyrir utan dreifbýlið, þetta á líka við inn í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru gríðarlegar umferðartafir og við leggjum þar áfram auðvitað áherslu á áframhaldandi fjármögnum samgöngusáttmálans,” sagði Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Kristrúnu var boðið í hádegismat í Árnesi og fékk þar fisk með allskonar meðlæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfylkingin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Samgöngur Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar lagði leið sína í Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gær og hélt það stuttan blaðamannafund þar sem hún sagði frá nýju verkefni Samfylkingarinnar, sem kallast “Krafa um árangur”. Orkumálin eru þar áberandi. „Við erum að leggja hér fram töluleg markmið um fimm terawött, að við séum komin í ársframleiðslu, sem er í rauninni fjórðungsaukning eftir um það bil tíu ár og þetta byggjum við á í rauninni á mjög hóflegum forsendum,” segir Kristrún og bætir við. „Fólkið í landinu vill hóflega leið. Við viljum standa undir fólksfjölgun, við viljum standa undir vexti hjá smærri fyrirtækjum en við viljum líka vera virkir þátttakendur í orkuskiptum upp að því marki sem það er mögulegt.” Hér má sjá áherslur flokksins í nýju herferðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfylkingin leggur líka mikla áherslu á samgöngumál í sínum nýju aðgerðum en Kristrún segir að það verði að verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum landsins. „Það er alveg augljós og það þekkja það allir að eigin reynslu að ástand samgönguinnviða er ekki gott. Þetta á ekki bara við vegina fyrir utan dreifbýlið, þetta á líka við inn í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru gríðarlegar umferðartafir og við leggjum þar áfram auðvitað áherslu á áframhaldandi fjármögnum samgöngusáttmálans,” sagði Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Kristrúnu var boðið í hádegismat í Árnesi og fékk þar fisk með allskonar meðlæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Samfylkingin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Samgöngur Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira