Segir borgarstjóra óttalegan vettling Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 23:58 Hildur Björnsdóttir segir borgarstjóra ekki hafa sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu 1.600 vettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins í gær, en svipaður fjöldi barna bíður eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Uppátækið átti meðal annars að minna borgarstjóra á leikskólavandann. Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn lengi hafa vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í þessum málaflokki. Einar Þorsteinsson Borgarstjóri sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að kvelja barnafólk sem bíði eftir leikskólaplássi, og að gjörningurinn geri lítið úr þeim vanda sem fólkið glímir við. Þetta væri einnig „vitleysa“ því börnin 1.600 væru ekki á biðlista heldur væru þetta umsóknir. Borgin væri í umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Þá voru leikskólakennarar einnig ósáttir við gjörninginn, en stjórn félags leikskólakennara tók ekki undir yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þar sem boðaðar voru „skyndilausnir sem engu skila“. Stjórn Félags leikskólakennara vildi að rætt yrði um það sem skiptir öllu máli, að fjölga kennurum á leikskólastiginu. Tekur undir með Félagi leikskólakennara Hildur Björnsdóttir segir í tilkynningu til fréttastofu að vettlingarnir hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara. „Ég tek heilshugar undir með Félagi leikskólakennara hvað varðar mikilvægi þess að skólastarf í leikskólum verði endurskipulagt, ég vakti raunar máls á því í borgarstjórn fyrr í mánuðinum,“ segir Hildur. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hugsað út fyrir boxið og kynnt fjölbreyttar lausnir á borð við daggæslu á vinnustað, heimgreiðslur og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi leikskóla. Hún segir fjölmargt hafa verið gert til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir betra starfsumhverfi. Hún nefnir að leikskólaplássum hafi verið fækkað um 500 með einu pennastriki árið 2018 til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir færri börnum á hvern starfsmann. Opnunartími leikskólanna hafi verið styttur að kröfu leikskólakennara og vistunartími barna skertur. Svo hafi Reykjavíkurborg jafnframt tryggt rausnarlegri kjarasamninga við leikskólakennara en önnur sveitarfélög. Fjallað var um kjaramál leikskólakennara á Vísi í dag. Hildur segir þessar aðgerðir því miður ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, og lausn biðlistavandans sé hvergi í sjónmáli. „Raunveruleikinn er auðvitað sá að þessir herramenn sem hafa deilt með sér borgarstjórastólnum hafa ekki sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Þetta er auðvitað stærsta jafnréttismálið sem sveitastjórnarstigið fæst við,“ segir Hildur. Hún segir að borgarstjóri hafi reynst óttalegur vettlingur og lítið hafi áunnist á hans vakt. Hún segist vera virkilega ánægð með gjörninginn og telur hann hafa verið vel heppnaðann. Honum hafi verið ætlað að kalla fram umræðu um leikskóla- og daggæslumál í borginni og það hafi tekist. Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu 1.600 vettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins í gær, en svipaður fjöldi barna bíður eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Uppátækið átti meðal annars að minna borgarstjóra á leikskólavandann. Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn lengi hafa vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í þessum málaflokki. Einar Þorsteinsson Borgarstjóri sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að kvelja barnafólk sem bíði eftir leikskólaplássi, og að gjörningurinn geri lítið úr þeim vanda sem fólkið glímir við. Þetta væri einnig „vitleysa“ því börnin 1.600 væru ekki á biðlista heldur væru þetta umsóknir. Borgin væri í umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Þá voru leikskólakennarar einnig ósáttir við gjörninginn, en stjórn félags leikskólakennara tók ekki undir yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þar sem boðaðar voru „skyndilausnir sem engu skila“. Stjórn Félags leikskólakennara vildi að rætt yrði um það sem skiptir öllu máli, að fjölga kennurum á leikskólastiginu. Tekur undir með Félagi leikskólakennara Hildur Björnsdóttir segir í tilkynningu til fréttastofu að vettlingarnir hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara. „Ég tek heilshugar undir með Félagi leikskólakennara hvað varðar mikilvægi þess að skólastarf í leikskólum verði endurskipulagt, ég vakti raunar máls á því í borgarstjórn fyrr í mánuðinum,“ segir Hildur. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hugsað út fyrir boxið og kynnt fjölbreyttar lausnir á borð við daggæslu á vinnustað, heimgreiðslur og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi leikskóla. Hún segir fjölmargt hafa verið gert til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir betra starfsumhverfi. Hún nefnir að leikskólaplássum hafi verið fækkað um 500 með einu pennastriki árið 2018 til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir færri börnum á hvern starfsmann. Opnunartími leikskólanna hafi verið styttur að kröfu leikskólakennara og vistunartími barna skertur. Svo hafi Reykjavíkurborg jafnframt tryggt rausnarlegri kjarasamninga við leikskólakennara en önnur sveitarfélög. Fjallað var um kjaramál leikskólakennara á Vísi í dag. Hildur segir þessar aðgerðir því miður ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, og lausn biðlistavandans sé hvergi í sjónmáli. „Raunveruleikinn er auðvitað sá að þessir herramenn sem hafa deilt með sér borgarstjórastólnum hafa ekki sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Þetta er auðvitað stærsta jafnréttismálið sem sveitastjórnarstigið fæst við,“ segir Hildur. Hún segir að borgarstjóri hafi reynst óttalegur vettlingur og lítið hafi áunnist á hans vakt. Hún segist vera virkilega ánægð með gjörninginn og telur hann hafa verið vel heppnaðann. Honum hafi verið ætlað að kalla fram umræðu um leikskóla- og daggæslumál í borginni og það hafi tekist.
Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02